Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Mynd fengin af heimasíðu rekstraraðila

Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að nýju starfsleyfi fyrir Sorpurðun Vesturlands hf. fyrir urðun úrgangs í landi Fíflholta.

Með hinu nýja starfsleyfi er heimild fyrirtækisins til urðunar úrgangs aukin úr 15 þúsund tonnum á ári í 25 þúsund tonn.

Skipulagsstofnun birti álit sitt á endanlegri matskýrslu vegna framkvæmdarinnar þann 19. mars 2021 og er álitið birt hér með tillögunni.

Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun á ust@ust.is. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 5. desember 2022. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Tengd skjöl:
Tillaga að starfsleyfi Sorpurðunar Vesturlands, Fíflholtum
Álit Skipulagsstofnunar