Stök frétt

Mynd fengin af heimasíðu rekstraraðila
Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu á nýju starfsleyfi fyrir Sorpurðun Vesturlands hf. til urðunar úrgangs að Fíflholtum.

Með hinu nýja starfsleyfi er heimild fyrirtækisins til urðunar úrgangs aukin úr 15 þúsund tonnum á ári í 25 þúsund tonn. Umhverfisstofnun uppfærði kröfur um vöktun í hinu nýja starfsleyfi og er hún í nú í samræmi við reglugerð nr. 535/2011 um flokkun vatnshlota, eiginleika þeirra, álagsgreiningu og vöktun, reglugerð nr. 797/1999 um varnir gegn mengun grunnvatns og reglugerð nr. 738/2003 um urðun úrgangs.

Tillaga að breyttu leyfi var auglýst á tímabilinu 7. nóvember til og með 5. desember 2022 þar sem hægt var að koma með athugasemdir vegna hennar. Engar umsagnir bárust á auglýsingartíma.

Með starfsleyfinu fylgir greinargerð þar sem gerð er grein fyrir ákvörðun Umhverfisstofnunar vegna útgáfunnar.

Ákvörðun Umhverfisstofnunar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar Umhverfisstofnunar.

Tengd skjöl
Starfsleyfi