Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu starfsleyfis fyrir TDK Foil Iceland ehf. á Krossanesi, Akureyri. Rekstraraðili hefur heimild til að framleiða allt að 2.200 tonn eða 10.800.000 m2 af aflþynnum fyrir rafmagnsþétta. 

Tillaga að nýju starfsleyfi var auglýst á tímabilinu 27. apríl til og með 26. maí 2023 þar sem hægt var að koma með athugasemdir vegna hennar. Engar umsagnir bárust á auglýsingartímanum.

Með starfsleyfinu fylgir greinargerð þar sem gerð er grein fyrir ákvörðun Umhverfisstofnunar.
Ákvörðun Umhverfisstofnunar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar Umhverfisstofnunar.

Tengd skjöl
Starfsleyfi