Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu starfsleyfis fyrir starfsstöð Reykjagarðs hf. á Ásmundarstöðum, Ásahreppi. Rekstraraðili hefur heimild til að reksturs kjúklingabús með allt að 145.000 stæðum fyrir holdakjúklinga og 32.000 stæðum fyrir fugla til undaneldis.

Tillaga að nýju starfsleyfi var auglýst á tímabilinu 17. ágúst til og með 15. september 2023 þar sem hægt var að koma með athugasemdir vegna hennar. Engar umsagnir bárust á auglýsingartímanum.

Með starfsleyfinu fylgir greinargerð þar sem gerð er grein fyrir ákvörðun Umhverfisstofnunar.
Ákvörðun Umhverfisstofnunar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar Umhverfisstofnunar.

Tengd skjöl
Starfsleyfi