Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi N-lax ehf. Auðbrekku, Norðurþingi. Um er að endurnýjun á leyfi fyrir landeldi hámarkslífmassa allt að 20 tonnum. 

Að mati Umhverfisstofnunar eru helstu áhrif vegna eldisins losun næringarefna bæði á föstu formi og uppleystu í viðtakann. Áætluð losun næringarefna verður undir þeim mörkum sem almennt er miðað við varðandi losun í sjó með þeirri hreinsun sem rekstraraðili hyggst notast við. Hægt er að endurskoða fyrirkomulag fráveitu frá eldinu og gera auknar kröfur í hreinsun bendi mælingar til að hreinsun sé ábótavant samkvæmt mælingum. Þá er einnig hægt að endurskoða fyrirkomulag vöktunar út frá losun og áhrifum á vatnshlotið sem rekstraraðili losar í. Eldið losar í fráveitu sveitarfélagsins og því er ekki gerð krafa um vöktun í viðtaka heldur eingöngu vöktun á losun í fráveitu.

Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun ust@ust.is merkt UST202303-307, athugasemdir verða birtar við útgáfu nema annars sé óskað. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 11. maí.

Tengd skjöl:
Umsókn um starfsleyfi
Tillaga að starfsleyfi N-lax ehf. Auðbrekku
Mat á áhrifum á vatnshlot