Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um breytingu á starfsleyfi Rio Tinto á Íslandi hf.

Um er að ræða breytingu á gr. 1.2 í starfsleyfinu er fjallar um umfang starfseminnar og hefur Umhverfisstofnun ákveðið að leyfa aukna framleiðsluheimild úr 212.000 tonnum í 230.000 tonn. Einnig felur breytingin í sér uppfærslu á ákvæði starfsleyfisins um vatnamál og aðrar minniháttar breytingar, sbr. ákvörðun um breytingu að starfsleyfi hér að neðan.

Tillaga að breyttu starfsleyfi var auglýst opinberlega á vefsíðu Umhverfisstofnunar á tímabilinu á tímabilinu 15. júlí til og með 12. ágúst 2024. Auglýsingin var birt á vefsíðu Umhverfisstofnunar þann 15. júlí 2024 ásamt gögnum sem lágu til grundvallar tillögunni. Heimilt var að gera athugasemdir við tillöguna á sama tímabili. Engin umsögn barst á auglýsingatíma.

Ákvörðun Umhverfisstofnunar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar Umhverfisstofnunar.