Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Umhverfisstofun auglýsir tillögu að breytingu á starfsleyfi Íslenska kalkþörungafélagsins ehf., Bíldudal. Íslenska kalkþörungafélagið hefur starfsleyfi til að framleiða allt að 120.000 tonn á ári af kalki og öðrum kalkafurðum sem gildir til 29. janúar 2037. 

Tillagan felur í sér breytingu á gr. 3.3 í starfsleyfinu þar sem krafa um uppsetningu vindbrjóta innan þriggja ára frá útgáfu starfsleyfisins er felld niður.

Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun (ust@ust.is) merkt UST202312-075, athugasemdir verða birtar við útgáfu nema annars sé óskað. 

Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 9. desember 2024.
 

Tengd skjöl
Tillaga að breytingu á starfsleyfi
Umsókn um breytingu
Minnisblað Vatnaskila vegna loftgæðamælinga
Gildandi starfsleyfi