Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt


Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu á starfsleyfi Landeldis ehf. í Þorlákshöfn. Um er að ræða landeldi sem heimilar allt að 3.450 tonna lífmassa á hverjum tíma.
Framkvæmdin fór í mat á umhverfisáhrifum og birti Skipulagsstofnun álit sitt vegna þessa þann 13. ágúst 2020. Niðurstaða umhverfismatsins var að áhrifin væru ekki verulega neikvæð en að helstu neikvæðu áhrifin væru ásýndarbreytingar vegna mannvirkja og affallsvatns til sjávar. Með vönduðu fyrirkomulagi mannvirkja er hægt að draga úr neikvæðum áhrifum framkvæmda á ásýnd. Gera má ráð fyrir að hreinsun affallsvatns og mikil þynning á styrk úrgangsefna vegna öflugs viðtaka komi í veg fyrir neikvæð áhrif efnanna á lífríki. Einnig kunni framkvæmdin að hafa áhrif á grunnvatnsstöðu á svæðinu.

Tillaga að breyttu leyfi var auglýst á tímabilinu 11. október 2021 til og með 9. nóvember 2021 þar sem hægt var að koma með athugasemdir vegna hennar. Engin athugasemd barst vegna tillögunnar á auglýsingatíma. Greinargerð vegna útgáfunnar fylgir aftast í starsleyfinu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Tengd skjöl
Ákvörðun um útgáfu á starfsleyfi Landeldis ehf. Þorlákshöfn
Starfsleyfi Landeldis ehf. Þorlákshöfn