Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Spurt og svarað um varasöm efni

BÖRN

Það fer eftir því úr hvaða efnum vörurnar eru og hvernig umhirða þeirra hefur verið. Ef sængur/koddar eru úr polyester eða öðrum gerviefnum er um að gera að skipta þeim út. En ef um dún/fiðurvörur er að ræða þarf að meta ástand, þvo og rykhreinsa.
Almennt mælum við með náttúrulegum efnum fyrir svefnvörur, helst lífræn eða a.m.k. Oeko-Tex vottuð sængurföt og lök. Umhverfisvænastar eru líklegast íslensku ullarsængurnar, einnig æðadúnsængurnar. Ef valin er ódýrari leið og keypt erlend fiðursæng er mikilvægt að velja vottað og huga að dýravelferð.
Best er að velja dýnur úr náttúrulegum efnum líkt og ull, hesthárum eða 100% náttúrulegu latexi án allra aukaefna og lífrænt vottuðum (t.d. GOTS) eða a.m.k. Oeko-Tex vottuðum textíl. Það er einnig hægt að fá Svansvottaðar dýnur sem tryggir lágmörkun skaðlegra efna. Oeko-Tex vottun tryggir einnig að skaðleg útgufunarefni séu undir ákveðnum viðmiðum en þá þarf að tryggja að öll dýnan, þ.á.m. svampur og áklæði sé vottað en ekki einungis áklæðið.
Litarefni geta verið óskaðleg, t.d. unnin úr ávöxtum og grænmeti. Önnur litarefni geta haft áhrif á heilsu og líðan barna. Töluverður fjöldi litarefna er talinn hafa áhrif á atferli og einbeitingu barna. Á vef Mast má finna lista yfir litarefni og E-númer þeirra þar sem stjörnumerkt eru þau efni sem talin eru hafa þessi áhrif.
Það er gott að velja sem mest lífrænt handa börnunum. Mauka sjálf fyrir þau allra minnstu og frysta í litlum glerkrukkum. Einnig eru mörg góð ráð varðandi mataræði barna og hvað er best að takmarka má nálgast hjá dönsku matvælstofnuninni og í bæklingi Embætti Landlæknis.
Hér þarf að hafa í huga að velja lífrænt og takmarka inntökuna. Landlæknir mælir með takmarkaðri inntöku rúsína og hrísgrjóna. Lífrænt ræktuð hrísgrjón eru laus við skordýraeitur en þau taka upp arsenik á vaxtartímanum líkt og önnur hrísgrjón. Hægt er að velja annað kornmeti sem ekki tekur upp arsenik, t.d. kínóa. Hægt er að fá gómsæt hraðfryst lífræn ber í frystikistum flestra verslana. Einnig má hafa í huga að velja frekar matvæli framleidd innan Evrópusambandsins þar sem eru gerðar strangari kröfur um varnarefni.
Mörg góð ráð varðandi mataræði barna og hvað er best að takmarka má nálgast hjá dönsku matvælastofnuninni og í bæklingi Embætti Landlæknis.
Leita eftir umhverfisvottuðum húsgögnum, t.d. Svansvottuðum. Notuð húsgögn seyta mun minna magni af skaðlegum efnum og það er því eitt besta ráðið gegn þessum vanda að velja notað. Best er að velja sófa og önnur húsgögn úr náttúrulegum efnum sem auðvelt er að þrífa, t.d. með því að taka áklæði af pullum. Einnig er gott að vita hvaða svampur er notaður til fyllingar t.d. í sófum en reynum að lágmarka kaup á polyurethane (PU) svampi. Ef fólk kaupir nýjan sófa eða húsgögn er mikilvægt að lofta vel um húsgagnið og rýmið sem það er í og halda fólki, sérstaklega börnum frá rýminu á meðan mesta útgufunin fer fram.
Jú algjörlega! Alltaf að þvo ný föt fyrir notkun. Best fyrir umhverfið að kaupa notuð föt samt og efnin oftast búin að skolast úr hjá fyrri eiganda að mestu leyti. Gott er að hafa í huga að föt með plast-ástimplun eins og vinsælt er t.d. á stuttermaboli er ekki æskilegt að kaupa notað. En ef þau fást ekki notuð, eða ætlun að kaupa nærföt og sokka t.d. þá um að gera að velja lífrænt vottað t.d. GOTS eða a.m.k. Oeko-Tex vottað sem tryggir að skaðleg efni fari ekki yfir ákveðin mörk.
Þú ert ekki búin að eitra fyrir barninu þínu, hafðu ekki áhyggjur. Aðal málið er að lágmarka heildaráhrifin. Líkamar okkar hafa hreinsikerfi sem geta unnið úr ákveðnu magni af efnum en ef álagið á þessi kerfi verður of mikið þá geta þau farið að klikka. Margt smátt gerir eitt stórt og okkar hlutverk er að fækka sem mest óæskilegum áhrifum frá umhverfinu. Hugsaðu hvaða önnur efni þú getur tekið út úr lífi barnsins þíns í staðinn; hreinsiefni, aðrar hreinlætisvörur, ilmir, þvottaefni, plast í kringum mat o.s.frv. Stundum komumst við ekki hjá útsetningu við efni en þá er hægt að lágmarka skaðann; í þessu tilviki gætir þú t.d. þvegið barninu ef það kemst í snertingu við efnið svo það sitji ekki eftir á húðinni, sofið með hreina taubleiu í handakrikanum o.s.frv.
Notaður fatnaður ætti að vera öruggur sé hann úr náttúrulegum efnum. Gömul plastefni svo sem flís, pólýester, gervileður, fatnaður með mjúkum áprentuðum myndum (algengt á bolum) gætu innihaldið skaðleg efni. Einnig er hægt er að fá fullt af lífrænt vottuðum og/eða Oeko-Tex vottuðum barnafatnaði.
Notuð leikföng þarf að vanda sig með. Börn ættu ekki að leika með gamalt plast sem er mýkra en legókubbur. Einnig þarf að varast gamla málma og málningu. Notað Lego, Duplo og annað slíkt er því talið öruggt og einnig bækur. Önnur leikföng sem ekki er vitað um hvort framleidd voru fyrir árið 2013 skyldi ekki kaupa notuð þar sem efnalöggjöf EES um leikföng var hert það ár. Við hvetjum fólk til þess að gefa eða selja leikföng innan vinahópa og fjölskyldu því þannig er hægt er að hafa tilfinningu fyrir aldri leikfanga.
Einnig er mjög gott að nota nefið og augun. Sterk lykt er vísbending um að skaðleg efni geti verið til staðar. Plast úr pólýkarbónati sem er mikið rispað eða sprungið ætti að taka úr umferð og varast sem fyrr segir mjúkt plast.
Flestir CE merktir litir ættu að vera í lagi en passa þarf að velja liti við hæfi aldurs barnsins. Best er að velja umhverfisvottað, t.d. er hægt er að fá ýmsar Svansvottaðar föndurvörur, þ.á.m. fingramálningu í Söstrene Grene.
Við mælum með því að hita ekki mat í plasti. Hita frekar í gleri eða postulíni og færa svo yfir í plastskálina. Ekki nota rispaðar plastvörur sem sést á. Best að velja medical grade silicone og skipta svo yfir í venjulegt stell og skeiðar um leið og barnið veldur því. Líkurnar á því að aukaefni í plasti leki úr plastinu og í matinn/drykkinn eykst með hita. Þetta á líka við um plastmatarstell sem eru merkt sem „microwave safe“ þar sem það á einungis við að plastið sjálft bráðnar ekki við hitunina.
Almennt: Það fer eftir plastinu sem er notað í pelanna en þessi þrjú sem þú nefnir ættu að vera í lagi þar sem það er úr pólýprópýlen plasti. Slíkt plast er oftast ekki með viðbættum skaðlegum efnum eins og pólýkarbónat plast. Umhverfisvænast væri að velja pela úr gleri en mjög auðvelt er að þrífa og sótthreinsa slíka pela.

Ítarlegt: Það fer mjög mikið eftir hvers konar plast er verið að nota í pelanna. Algengt var hér áður fyrr að bæta bisfenólum í plastpela sem eru úr polycarbonate (oft merkt nr. 7 í endurvinnsluþríhyrningnum). Hins vegar er búið að takmarka þekkta efnið bisfenól A (BPA) í pelum en það gæti verið að það sé búið að skipta yfir í annað bisfenól í staðinn eins og t.d. bisfenól F eða S (BPF, BPS). Því er gott ráð að forðast slíkt plast.
Þessi merki sem þú nefnir eru flest úr polypropylene plasti (oft merkt nr. 5 í endurvinnsluþríhyrningnum) og það plast er yfirleitt ekki með viðbótarefnum þar sem það er nokkuð stabílt og hart yfirhöfuð. Það er mjög ólíklegt að það séu skaðleg efni til staðar í þannig plasti. Hins vegar er plast ekki sérlega umhverfisvænt og því ef það er möguleiki þá er frábært að velja barnapela úr gleri. Bæði er auðvelt að þrífa það og sótthreinsa ásamt því að það er hægt að nota lengi og skipta um túttur. Hér þarf líka að hugsa um tútturnar sem valdar eru á pelana en gott ráð er að velja medical grade sílikon.
Okkar reynsla er að flestir bangsar þoli þvott í vél ef valin er stilling fyrir viðkvæman þvott (lágur hiti og færri vindusnúningar) þó þvottaleiðbeiningar segi annað. Annars bara um að gera að handþvo þá eða lofta vel úr þeim.
Almennt: Kuldaskór eru ekki í beinni snertingu við húð og eru notaðir úti þar sem loftar vel um þá. Því er best að þvo eða strjúka af nýjum skóm með tusku með smá uppþvottalegi og lofta aðeins um skónna t.d. með því að leyfa þeim að standa úti. Því ætti það að vera lágmarks útsetning fyrir efnunum. Besta ráðið væri hins vegar að velja skó sem eru með merkingunni án PFAS eða PFC free bæði fyrir okkur og umhverfið. Oft eru þetta grænir merkimiðar.
Ítarlegt: Ef aðili er að selja kuldaskó með TEX filmu ber honum skylda til að fylgja ESB reglum um efnainnihald þar sem íslenska reglugerðin byggir á þeirri ESB reglugerð um leyfilegt efnainnihald. Erfitt er samt að svara þessu beint þar sem TEX filmur eru oft úr efnablöndu en ekki einu efni. Algengt var hér áður að nota PFOS efni í TEX filmur sem hefur nú verið bannað, en margir framleiðendur skiptu einfaldlega í PFHxS sem er að reynast alveg jafn skaðlegt og er vinna hafin að reyna takmarka efnið í vörum. Því er ekki til viðmiðunarmörk fyrir seinna nefnda efnið þar sem verið er að meta hvaða mörk og hvers konar takmörk ætti að vera á efninu í vörum.
Það gæti því verið að aðili sé að selja vöru sem er algjörlega í góðu lagi þar sem efnin eru undir mörkum sem eru leyfileg og hefur farið í allt annað efnaval en það gæti líka verið að aðili sé að merkja að hann sé með efni sem eru skilgreind sem skaðleg undir mörkunum en það eru enn efni sem eru skaðleg en ekki búið að takmarka. Því er alltaf best að spyrja hvaða efnablanda er í TEX filmunni, en þekkti skaðlegi efnahópurinn nefnist PFAS og því hægt að spyrja framleiðanda eða seljanda hvort þessi blanda sé til staðar. Gott ráð er að velja PFC free eða PFAS free sem eru oft merkt á skóm og fötum sem græn merkispjöld.
Flís er í rauninni plast og getur verið úr nýju plasti eða endurunnu. Vandamálið við flís er þegar það er þvegið en örplast frá flís losnar í þvottavélinni og endar þannig í skólpstöðvunum sem stundum geta filtrað í burtu stærra plast en það allra minnsta sleppur oft beint út í sjóinn. Örplastið losnar mest við fyrstu þvottanna en það er alltaf að leka smá úr því. Hægt er að fá notaða flík úr flísi. Best væri fyrir okkur og umhverfið að nota ull eða náttúrlegan textíl. Ullinn temprar hita og heldur um 1/3 af vatni. Ef barni er heitt þá andar ullinn og ef það er kalt heldur hún hita. Ef það rignir þá tekur það dálítinn tíma þar til að það finnst.
Við mælum með að forðast sem mest vörur úr plasti í kringum mat og eldamennsku eða nota sparlega. Sérstaklega ekki hita mat eða drykk í plasti (þá einkum pólýkarbónat) eða setja heitan drykk í plastflöskur eða plastdrykkjarílát. Munum að þvo alltaf vörur fyrir fyrstu notkun. Best væri að velja gler eða ryðfrítt stál í stað plasts, diska úr keramiki eða postulíni og eldhúsáhöld úr gegnheilum við, bambus eða ryðfríu stáli. Forðast að nota brotin eða skemmd plastílát. Takmarka neyslu á matvælum sem eru í dósum, t.a.m. niðursuðudósum. Ef ekki er komist hjá að nota plast, þá þvo vel hlutinn og viðra og kannski nota það í bland við annað en ekki bara eitt og sér dags daglega.
Mörg góð ráð má líka nálgast á heimasíðu matvælastofnunar Danmerkur.
Mjúkt plast er oft mýkt með efnum sem nefnast þalöt og hafa verið metin sem skaðleg heilsu okkar. Plast úr pólýkarbónat plasti er hert með bisfenólum en bisfenól A er mikið til takmarkað. Ef valið eru leikföng úr plasti gætum þess að kaupa ekki plast mýkra en Lego kubbur. Ef leikfangið er klístrað eða lyktsterkt er það oft merki um kokteil af alls kyns efnum. Einnig er mjög mikilvægt að kaupa CE merkt leikföng og ekki leikföng utan EES/ESB svæðisins þar sem við getum ekki tryggt hvaða efni eru til staðar en efnalöggjöfin innan Evrópu eru sú strangasta í heiminum. Munum að þrífa og lofta um leikföng ef við ruglumst eða fáum gjöf fyrir barnið sem erfitt reynist að skila.
Það geta verið skaðleg efni í ódýrum húsgögnum. Betra er að velja notað og vandað. Ef við kaupum nýtt er gott að þurrka vel af húsgagninu og láta lofta vel um það í rými sem er ekki ætlað börnum. Reynum að velja gegnheil og úr náttúrulegum efnum. Reynum að minnka kaup á vörum sem eru með fyllingar úr polyurethane (PU) svampi.
Við mælum ekki með efnum sem teljast eldtefjandi í textíl sem er sem næst húð barna eins og náttföt, nærbuxur, nærboli og sokka. Munum að þvo allan textíl áður en hann er tekinn í notkun. Best er fyrir bæði heilsu og umhverfi að velja náttúrulegan textíl sem er merktur áreiðanlegum merkingum eins og t.d Oeko-Tex eða Svaninum og ef það er bómull að velja t.d. GOTS merkið um lífrænan bómul.
Bylgjurnar eru að öllum líkindum ekki að hafa áhrif á okkur svo ekki hafa miklar áhyggjur af því. Hins vegar þarf að hugsa um efnin sem bætt er í raftæki eins og eldtefjandi efni. Þau losna mun meir þegar kveikt er á þeim og því mikilvægt að þegar keypt eru ný raftæki að lofta vel um og þurrka af eða þrifa það sem er hægt. Munum að slökkva á raftækjum þegar þau eru ekki í notkun og reynum að lágmarka magn raftækja í svefnherbergjum okkar og barna okkar.
Best væri að kaupa notuð og vönduð raftæki sem búið er að losna mikið af efnunum nú þegar. Hér skiptir líka máli að leyfa ekki ryki að safnast upp í kringum eða í raftækjunum þar sem efnin sem losna úr raftækjunum loða gjarnan við rykið.
Gúmmíið er ekki hættulegt ef snerting við það er í takmörkuðum mæli. Ákveðin hætta er þó fólgin í því að ef gervigrasið og gúmmíið er ekki endurnýjað reglulega þá byrji smám saman að kvarnast úr gúmmíinu sem þyrlast þá frekar upp og valdi loftmengun (ryk og gúmmíagnir). Burstaðu gúmmíkúlurnar af húð og fatnaði til að lágmarka snertingu við húð. Ef þú villt vita meira eru hér ítarlegar upplýsingar um gervigrasvelli og gúmmíkurl ásamt tilmælum okkar.

ELDAMENNSKA

Ef við erum efins er alltaf hægt að hafa samband við framleiðendur eða sölumenn og spyrja hvað varan inniheldur.
Mjúkt og sveigjanlegt plast er oft á tíðum vísbending um að í plastinu séu aukaefni sem geta verið skaðleg.
Hér er líka spurning hvaða skilgreiningu framleiðendur nota yfir eiturefni. Eiga þeir við efni sem eru nú þegar bönnuð í reglugerðum? Eða er verið að taka tillit til náskyldra efna sem vísindin eru að sanna að séu jafn skaðleg en ekki komið inn í reglugerðir eins og er?
Dæmi má nefna að matarílát úr plasti sem gefa sig út fyrir að vera án PBA, sem hefur áhrif á hormónin í líkama okkar, innihalda nú í staðinn PBS sem rannsóknir eru að sýna fram á að séu að hafa sömu áhrif og PBA.
Flestar „non-stick“ pönnur eru húðaðar með hitaþolnu plastefni sem kallast pólýtetraflúoretýlen (PTFE). Í daglegu tali er notast við nafnið Teflon fyrir PTFE-húðaðar pönnur. Fyrir utan hitaþol og styrk hefur Teflon þann eiginleika að flest efni loða illa við það.
Það getur gerst að teflonhúðin flagni lítillega af pottum og berist þannig í matinn. PTFE efni eiga það til að safnast fyrir í líkamanum. Best er að nota ekki áhöld úr málmi á viðloðunarfríar pönnur.
Þess má geta að strangt eftirlit er haft með mat, lyfjum og öðru sem kemur að beinni inntöku manna. Við framleiðsluferli Teflons hér áður fyrr myndaðist efnið PFOA sem er krabbameinsvaldandi og eitrað fyrir æxlun, en í Evrópu er það mikið takmarkað.
Ef það á að fara að endurnýja pönnur heimilisins er kjörið tækifæri að skipta þeim út fyrir t.d. steypujárn eða ryðfrítt stál.
Hér þarf að huga hvort slíkir pottar eða pönnur séu með eða án húðunar.
Ef pottar og pönnur úr áli eru ekki húðaðar getur verið að ál losni úr þeim. Til dæmis þegar við erum með í þeim súran eða mjög saltan mat. Þetta á t.d. við um sítrónur, sósur með tómötum eða ávaxtamauk (e. puree).
Ál finnst náttúrulega í matnum okkar. En losunin frá pottunum/pönnunum bætist við magn þess áls sem við komumst í snertingu við og getur m.a. haft áhrif á taugakerfið.
Ef það leynast gamlir álpottar og pönnur inni í skáp sem eru úr sér gengin þá er kjörið tækifæri að endurnýja eða skipta þeim út fyrir t.d. ryðfrítt stál.
Mjög lítið af óæskilegum efnum losnar úr pottum og pönnum úr ryðfríu stáli. Reglur varðandi stál eru orðnar mjög strangar svo ekki ætti að hafa miklar áhyggjur við notkun þeirra.
Áður fyrr var leyfilegt innihald þungmálmsins kadmíum í pottum og pönnum mun hærra en leyft er í dag. Séu hlutirnir því orðnir mjög gamlir gæti verið gott að skipta þeim út.
Já. Í bökunarpappír gætu leynst ýmiss efni eins og t.d. flúoríð eða sílíkon sem bætt hafa verið til að hindra frá vatni og olíu. Það er gert til að fyrirbyggja að bökunarpappírinn blotni of mikið vegna vatns og fitu sem kemur frá matnum okkar.
Flúoríðefni eru á meðal þeirra efna sem eru talin óæskileg þar sem þau geta haft innkirtlatruflandi (hormónahermandi) áhrif auk þess sem þau geta verið krabbameinsvaldandi.
Til að ganga úr skugga um að þessum efnum hafi ekki verið bætt í bökunarpappírinn er best að velja vörur merktar Evrópublóminu eða Svansmerkinu.
Til dæmis þá eru kröfur til að öðlast Svansvottun fyrir bökunarpappír að ekki hafi verið notuð hvítunarefni við framleiðsluna, bætt við bakteríudrepandi efnum, bætt við síloxani D4 og D5, notuð tiltekin flúoríðefnasambönd eða notast við lífræn tinsambönd í framleiðslunni ásamt fleiru.
Fráhrindiefni eins og PFAS geta fundist bæði í plasti og pappa. Þessi efni finnast jafnframt í ýmsum öðrum vörum en þau hafa þann eiginleika að fæla frá fitu, óhreinindum og vatni. Svo já þessi efni hafa fundist bæði í pappa og plasti, það hefur eitthvað verið skoðað í pappaumbúðum sbr. hér en algengast er að finna efnin í umbúðum fyrir fituríkan mat. PFAS efnin eru 4700 talsins og einungis brot af þeim hafa verið bönnuð. Meira um PFAS efni hér. Borðbúnaður sem er með umhverfisvottun eins og Svaninn eða Evrópublómið inniheldur ekki PFAS efni.
Pappaumbúðir fyrir matvæli eru oftar en ekki húðaðar með plasti. Það plast sem algengast er í slíka húðun er PE filma. Slíkar filmur innihalda ekki íblöndunarefni sem smitast geta í matvælin.

SNYRTIVÖRUR

Snyrtivörur af heimilum sem eru merkt hættumerkingum eða flokkast sem spilliefni á alltaf að fara með á móttökusvæði SORPU eða Terra (eða sorpvinnsluaðila sem eru með endurvinnslustöðvar fyrir úrgang) á svæðið sem heitir spilliefni frá heimilum.
Þetta eru meðal annars naglalökk, hárlitir, naglalakkshreinsar, hársprey og ilmvötn. Allir spreybrúsar úr málmi eiga að flokkast eins og spilliefni.
Efni sem eru ekki spilliefni sem fara í almennt sorp.
Mælt er með því að kaupa ofnæmisprófaðar rúmdýnur og koddaver til að stuðla að heilnæmu innilofti. Sjá nánar í bæklingi um inniloft, raka og myglu í híbýlum.
Teymi efnamála starfar skv. efnalögum nr. 61/2013 og reglugerðum á grundvelli þeirra og hefur eftirlit með þeim bönnum og takmörkunum sem þar koma fram. Reynist efni í svampdýnum valda útbreiddum heilsufarsvanda mun efnalöggjöfin endurspegla það í framhaldinu.
Í tengslum við veikindi/heilsufarsvanda mælum við með að leita til læknis.

FATNAÐUR

Lopasokkar, sokkar úr bambus, bómullarsokkar merktir með GOTS (Global Organic Textile Standard) eða OEKO-TEX®, sokkar úr annarri ull s.s. merino, angóru eða kasmír og sokkar úr hör.
Sokkar geta innihaldið ýmis litarefni sem geta verið varhugaverð og því ætti fyrsta val neytenda að vera vörur merktar með þekktum umhverfismerkjum,t.d. OEKO-TEX.
Jú algjörlega! Alltaf að þvo ný föt fyrir notkun. Best fyrir umhverfið að kaupa notuð föt samt og efnin oftast búin að skolast úr hjá fyrri eiganda að mestu leyti. Gott er að hafa í huga að föt með plast-ástimplun eins og vinsælt er t.d. á stuttermaboli er ekki æskilegt að kaupa notað. En ef þau fást ekki notuð, eða ætlun að kaupa nærföt og sokka t.d. þá um að gera að velja lífrænt vottað t.d. GOTS eða a.m.k. Oeko-Tex vottað sem tryggir að skaðleg efni fari ekki yfir ákveðin mörk.
Notaður fatnaður ætti að vera öruggur sé hann úr náttúrulegum efnum. Gömul plastefni svo sem flís, pólýester, gervileður, fatnaður með mjúkum áprentuðum myndum (algengt á bolum) gætu innihaldið skaðleg efni. Einnig er hægt er að fá fullt af lífrænt vottuðum og/eða Oeko-Tex vottuðum barnafatnaði.
Almennt: Kuldaskór eru ekki í beinni snertingu við húð og eru notaðir úti þar sem loftar vel um þá. Því er best að þvo eða strjúka af nýjum skóm með tusku með smá uppþvottalegi og lofta aðeins um skónna t.d. með því að leyfa þeim að standa úti. Því ætti það að vera lágmarks útsetning fyrir efnunum. Besta ráðið væri hins vegar að velja skó sem eru með merkingunni án PFAS eða PFC free bæði fyrir okkur og umhverfið. Oft eru þetta grænir merkimiðar.
Ítarlegt: Ef aðili er að selja kuldaskó með TEX filmu ber honum skylda til að fylgja ESB reglum um efnainnihald þar sem íslenska reglugerðin byggir á þeirri ESB reglugerð um leyfilegt efnainnihald. Erfitt er samt að svara þessu beint þar sem TEX filmur eru oft úr efnablöndu en ekki einu efni. Algengt var hér áður að nota PFOS efni í TEX filmur sem hefur nú verið bannað, en margir framleiðendur skiptu einfaldlega í PFHxS sem er að reynast alveg jafn skaðlegt og er vinna hafin að reyna takmarka efnið í vörum. Því er ekki til viðmiðunarmörk fyrir seinna nefnda efnið þar sem verið er að meta hvaða mörk og hvers konar takmörk ætti að vera á efninu í vörum.
Það gæti því verið að aðili sé að selja vöru sem er algjörlega í góðu lagi þar sem efnin eru undir mörkum sem eru leyfileg og hefur farið í allt annað efnaval en það gæti líka verið að aðili sé að merkja að hann sé með efni sem eru skilgreind sem skaðleg undir mörkunum en það eru enn efni sem eru skaðleg en ekki búið að takmarka. Því er alltaf best að spyrja hvaða efnablanda er í TEX filmunni, en þekkti skaðlegi efnahópurinn nefnist PFAS og því hægt að spyrja framleiðanda eða seljanda hvort þessi blanda sé til staðar. Gott ráð er að velja PFC free eða PFAS free sem eru oft merkt á skóm og fötum sem græn merkispjöld.
Flís er í rauninni plast og getur verið úr nýju plasti eða endurunnu. Vandamálið við flís er þegar það er þvegið en örplast frá flís losnar í þvottavélinni og endar þannig í skólpstöðvunum sem stundum geta filtrað í burtu stærra plast en það allra minnsta sleppur oft beint út í sjóinn. Örplastið losnar mest við fyrstu þvottanna en það er alltaf að leka smá úr því. Hægt er að fá notaða flík úr flísi. Best væri fyrir okkur og umhverfið að nota ull eða náttúrlegan textíl. Ullinn temprar hita og heldur um 1/3 af vatni. Ef barni er heitt þá andar ullinn og ef það er kalt heldur hún hita. Ef það rignir þá tekur það dálítinn tíma þar til að það finnst.
Við mælum ekki með efnum sem teljast eldtefjandi í textíl sem er næst húð eins og náttföt, nærbuxur, nærboli og sokka. Munum að þvo allan textíl áður en hann er tekinn í notkun. Best er fyrir bæði heilsu og umhverfi að velja náttúrulegan textíl sem er merktur áreiðanlegum merkingum eins og t.d Oeko-Tex eða Svaninum og ef það er bómull að velja t.d. GOTS merkið um lífrænan bómul.
Hægt er að ná fram endurskini með fleiri en einum hætti.
Í sumum tilfellum kann að vera notað plast sem er með smásæjum formum sem valda endurskini en í öðrum tilfellum getur verið um örsmáar glerperlur að ræða. Enn önnur leið getur byggt á málmum eins og áli.
Okkur vitanlega er ekki sérstök ástæða til að hafa áhyggjur af endurskinsfatnaði umfram annan klæðnað hvað efnainnihald varðar.

RAFTÆKI

Mælt er með því að hafa ekki stór raftæki sem hitna í svefn- og barnaherbergjum.
Þegar tölvur, sjónvörp og önnur raftæki hitna þá losna ýmsar agnir og efni út í andrúmsloftið. Meðal þeirra er t.d. eldtefjandi efni sem eru í tækjunum sem eru talin hafa innkirtlatruflandi (hormónahermandi) áhrif.
Séu raftæki hins vegar geymd inni í slíkum herbergjunum þá er mikilvægt að þurrka rykið reglulega af og úr þeim, þrífa herbergið a.m.k. 1x í viku og lofta vel út a.m.k. 2x á dag. Einnig er gott að slökkva á öllum raftækjum þegar þau eru ekki í notkun þar sem uppgufun efna úr tækjunum er mest þegar kveikt er á þeim og þau verða heit.
Margar venjulegar ryksugur losa frá sér minnstu ögnunum í gegnum blásturinn. Hægt er að velja ryksugu sem er með mjög fína síu, t.d. má nefna að HEPA 13 sía stöðvar a.m.k. 99% af minnstu ögnunum.
Bylgjurnar eru að öllum líkindum ekki að hafa áhrif á okkur svo ekki hafa miklar áhyggjur af því. Hins vegar þarf að hugsa um efnin sem bætt er í raftæki eins og eldtefjandi efni. Þau losna mun meir þegar kveikt er á þeim og því mikilvægt að þegar keypt eru ný raftæki að lofta vel um og þurrka af eða þrifa það sem er hægt. Munum að slökkva á raftækjum þegar þau eru ekki í notkun og reynum að lágmarka magn raftækja í svefnherbergjum okkar og barna okkar.
Best væri að kaupa notuð og vönduð raftæki sem búið er að losna mikið af efnunum nú þegar. Hér skiptir líka máli að leyfa ekki ryki að safnast upp í kringum eða í raftækjunum þar sem efnin sem losna úr raftækjunum loða gjarnan við rykið.

ANNAÐ

Nei.
Innan EES/ESB ríkjanna er bannað að markaðssetja skart sem hefur blýstyrk yfir 0,05% af heildarþyngd skartsins. Þessar takmarkanir gilda t.d. um armbönd, hálsmen, hringi, skart sem notað er við húðgatanir, úr, ermahnappa og nælur.
Besta leiðin til að minnka styrk óæskilegra efna sem safnast fyrir innandyra er að ná gegnumtrekk a.m.k. tvisvar sinnum á dag í 5 mínútur í senn kvölds og morgna. Ekki næst sami árangur með því að opna einungis litla rifu, jafnvel þótt það sé gert allan daginn.
Til að farga spilliefnum á að skila þeim til næsta móttökuaðila sem kemur þeim í réttan farveg. Það fer eftir landshlutum og þeim sorphirðuaðilum sem þjónusta íbúa víðsvegar um landið hvernig endurvinnsluefni eru flokkuð.
Því er best að fólk hafi samband við þá sorphirðuaðila eða sveitarfélagið sitt til að fá sem bestar upplýsingar um það hvernig beri að flokka úrganginn sinn m.t.t. endurvinnsluefna. Hér er vísað í flokkunarkerfi SORPU sem þjónustar höfuðborgarsvæðið.
Spilliefni af heimilum líkt og rafhlöður, raftæki, málningu, ljósaperur, hreinsiefni eins og stíflueyðir, matarolía og vörur sem eru hættumerktar eiga ekki að fara í almennt sorp. Þessar vörur á að fara með á móttökusvæði SORPU og/eða Terra (eða fleiri sorpvinnsluaðilar sem eru með endurvinnslustöðvar fyrir úrgang) á svæðið sem heitir spilliefni frá heimilum fyrir utan lyfjaúrgang sem ber að skila í næsta apótek.
Nánar um hvaða spilliefni eiga að fara í gám spilliefna frá heimilum á endurvinnslustöðvum.
Umhverfisstofnun birtir lista yfir varasöm efni inni á heimasíðu sinni.
Umhverfisstofnun Danmerkur heldur einnig úti lista yfir innkirtlatruflandi efni sem er afrakstur samstarfsverkefnis 6 Evrópulanda. Bendum sérstaklega á lista númer 3.

Í mörgum tilfellum kom ekki í ljós fyrr en löngu eftir að notkun tiltekinna efna hófst að þau væru skaðleg enda stundum erfitt að tengja orsök og afleiðingu varðandi skaðsemi efna. Efnin kunna líka að vera notuð til að ná fram eftirsóttum eiginleikum í vörum og það getur þurft að vega og meta hættuna sem fylgir tilteknu efni í samanburði við ávinninginn af notkun þess, til dæmis fyrir framleiðslu á lækningatækjum eða í rannsóknarstarfi.

Það getur tekið þónokkurn tíma að koma takmörkunum varðandi efni inn í regluverk, en við neytendur höfum líka tækifæri til að hafa áhrif. Með því að velja umhverfisvottað og sýna þannig framleiðendum að við viljum hreinar og skaðlausar vörur skapar það þrýsting á fyrirtækin að hætta notkun skaðlegra efna hvort sem um þau gilda sérstakar reglur eða ekki.

Vinna stendur nú yfir við að koma PVC inn í efnalöggjöf Evrópusambandsins, REACH, en hér má finna nýjustu skýrslu Evrópusambandsins um efnið. Viðbúið er að á næstu árum verði takmarkanir á PVC teknar upp í íslenska löggjöf.
Það þarf alltaf að sanna að efni eru skaðleg þegar takmarka eða banna á þau með löggjöf. Ítarlegt mat fer þá fram þar sem metið er hvort staðgöngukostir séu til staðar, hver kostnaður þeirra er, ávinningur, umhverfislegur kostnaður, áhrif á lífríki, heilsu og fleira. Eftir matið fer það svo fyrir framkvæmdarstjórn ESB sem setur það í samráðsferli sem getur síðan leitt til þess að það endar í löggjöf þeirra. Þá tekur Ísland það upp í sín lög vegna EES samningsins oft um 2 árum síðar eftir mat EFTA skriftstofunnar og ráðuneyta landanna.
Umhverfisstofnun heldur ekki utan um slíkan lista og veitir heldur ekki ráðleggingar varðandi einstakar vörur. Til eru mörg góð smáforrit („öpp“) og heimasíður sem eru traustar heimildir hvað þetta varðar. Hér koma nokkur dæmi:
- Kemiluppen - Danskt smáforrit sem gefið er út af Danska Neytendaráðinu THINK Chemicals. Hægt er að fletta upp snyrtivörum og öðrum vörum fyrir persónulega umhirðu. Einnig halda þeir úti heimasíðunni kemi.taenk.dk þar sem vörum eru gefnar einkunnir eftir hvaða efni finnast í þeim, svo sem ilmefni eða þekkt innkirtlatruflandi efni.
- INCI Beauty - Smáforrit þar sem hægt er að skanna snyrtivörur til að athuga innihaldsefni vörunnar og fá almennar upplýsingar um innihaldsefni sem tíðkast í snyrtivörum.
- Beat the Microbead - Er smáforrit gefið út af Plastic Soup Foundation sem er hollenskt. Hægt er að skanna snyrtivörur og aðrar vörur fyrir persónulega umhirðu til að athuga hvort þær innihaldi örplast sem sett er viljandi í vöruna.
- Svansvottun/Nordic ecolabel - Undirsíða með alla þá flokka sem hægt er að sækja Svansvottun fyrir og kröfur um hvað þarf að uppfylla til að öðlast slíka vottun.
- Evrópublómið/EU Ecolabel - Undirsíða með alla þá flokka sem hægt er að sækja vottun fyrir Evrópublómið.