Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Skip

Frá árinu 2018 hafa stór skip sem að leggja við hafnir innan ESB einnig verið hluti af viðskiptakerfinu. Árleg losun COvegna sjóflutninga er um 1.000 milljón tonn á ári, og ber ábyrgð á um 2,5% heildarlosun gróðurhúsalofttegunda. Því þurfa stór skip (yfir 5.000 GT) að vakta losun á leiðum á ferðum til, frá og á milli hafna innan ESB, og skila inn árlegri losunarskýrslu líkt og flugrekendur og iðnaður frá 1. janúar  2018.  Eins og staðan er í dag munu  þó engin skip vera í umsjá Íslands, þar sem að þau íslensku skip sem að ná þessari þyngd og myndu falla undir kerfið eru skráð með heimahöfn í öðrum ríkjum.

Frekari upplýsingar um skipamál má finna hér.