Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu leyfis ORF Líftækni hf. fyrir útiræktun á erfðabreyttum byggplöntum í landi Landgræðslunnar í Gunnarsholti, Rangárþingi ytra.

Nánari upplýsingar um starfsemina og málsmeðferð leyfisins má finna í greinargerð með leyfinu. Meðfylgjandi má einnig sjá vöktunaráætlun og viðbragðsáætlun til verndar heilsu manna og umhverfinu utan rannsóknarsvæðisins. Rekstraraðili hefur einnig skifað undir samstarfssamning við Landgræðsluna sem Umhverfisstofnun hefur samþykkt.

Leyfið er gefið út í samræmi við ákvæði laga nr. 18/1996 um erfðabreyttar lífverur, reglugerðar nr. 728/2011 um sleppingu og dreifingu eða markaðssetningu erfðabreyttra lífvera. Leyfið hefur þegar tekið gildi og gildir til 1. nóvember 2027 en síðasta tímabil ræktunar og uppskeru erfðabreytts byggs er árið 2025. Eftirlit með svæðinu verður tvö næstu ár þar sem svæðið skal  hvílt.

Umhverfisstofnun bendir á að skv. 29. gr. laga nr. 18/1996 um erfðabreyttar lífverur sæta ákvarðanir Umhverfisstofnunar er varða veitingu, endurskoðun og afturköllun leyfis, kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá auglýsingu ákvörðunarinnar skv. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Fylgiskjöl:
Leyfi með greinargerð
Ákvörðun um útgáfu leyfis
Útdráttur úr umsókn
Viðbragðsáætlun
Vöktunaráætlun
Mat á umhverfisáhættu
Umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands
Umsögn ráðgjafanefndar um erfðabreyttar lífverur
Viðbótarumsögn ráðgjafanefndar um erfðabreyttar lífverur

Umsögn Náttúruverndarsamtaka Suðurlands, um umsókn
Umsögn VOR -verndun og ræktun, um umsókn
Umsögn Slow Food Reykjavík, um umsókn
Umsögn fjögurra aðila, um umsókn
Umsögn Jóns Grétars Hafsteinssonar, um umsókn
Umsögn Landverndar, um umsókn
Umsögn Slow Food Reykjavík, um leyfistillögu