Stök frétt

Mynd: Unsplash.com

Búið er að draga úr umsóknum um hreindýraveiðileyfi hjá Umhverfisstofnun vegna veiðinnar 2006.  Úrdrátturinn fór fram hjá Fræðsluneti Austurlands á Egilstöðum að viðstöddu fjölmenni og fylgdist ennfremur fjöldi með útdrættinum hjá Umhverfisstofnun í Reykjavík í gegnum fjarfundabúnað. Alls bárust 1922 gildar umsóknir um 909 veiðileyfi sem fara fram á níu veiðisvæðum.

Misjöfn ásókn er í veiðisvæðin en dregið er af handahófi úr hópi umsækjenda um veiðileyfi á hverju svæði.  Kvótinn á síðasta ári var 800 dýr en var stækkaður í 909. Umsóknum fjölgaði hinsvegar um tæplega fjórðung á milli ára þannig að aukinn kvóti jók ekki endilega líkur veiðimanna á að fá úthlutað veiðileyfi.  Öll laus veiðileyfi gengu út og er því ekki gert ráð fyrir að til þess komi að þeir sem sóttu um vara- eða aukadýr komi til með að fá því úthlutað.

Veiðimenn sem fengu úthlutað veiðileyfi þurfa að greiða staðfestingargjald fyrir 1.  apríl og má gera ráð fyrir því að einhverjir umsækjenda dragi umsóknir sínar til baka þegar að því kemur eins og verið hefur undanfarin ár. 

Niðurstöður útdráttarins hafa verið sendar til umsækjenda með tölvupósti og bréfi til þeirra sem ekki gáfu upp netfang. Í bréfinu kemur fram hvort menn hafi verið dregnir út og ef ekki þá hvar í biðröðinn þeir eru. Eftir 1. apríl verður haft samband við þá sem fá úthlutað veiðileyfi vegna þeirra sem af ýmsum orsökum hætta við umsókn og gildir þá sú biðröð sem þeir fengu í útdrættinum.

Kvóti og umsóknir 2006 eftir svæðum var eftirleiðis:

 

Svæði

Kvóti 2006

Umsóknir

Kýr

Tarfar

Kýr

Tarfar

1 og 2

281

269

541

382

3

20

24

53

73

4

19

0

38

0

5

30

50

129

139

6

11

38

50

96

7

32

60

95

161

8

20

20

43

51

9

21

14

42

29

 

434

475