Stök frétt

Samstarfssamningur milli Umhverfisstofnunar og Olíudreifingar ehf. um viðbrögð við bráðamengun hafs og stranda verður undirritaður í dag 23. maí kl. 17:00 í olíustöðinni í Örfirisey.

Í samningnum sem er báðum aðilum verðmætur, felst m.a. að viðbragðshópur Olíudreifingar ehf. hlýtur þjálfun undir handleiðslu sérfræðinga Umhverfisstofnunar og ef bráðamengun hafs og stranda verður og viðbragða er þörf af hálfu Umhverfisstofnunar, fær stofnunin aðgengi að 40 manna viðbragðshóp Olíudreifingar ehf., sem eru iðnaðarmenn, sjómenn og starfsmenn olíubirgðastöðva.

Ennfremur felst í samningnum að Olíudreifing ehf. hýsir og viðheldur viðbragðsbúnaði Umhverfisstofnunar.

Nánari upplýsingar gefur Helgi Jensson hjá Umhverfisstofnun í síma 591-2000.

Fréttatilkynning 23. maí 2006
Umhverfisstofnun