Stök frétt

Laugardaginn 15. júlí n.k. verður opnuð sýning í Skaftafellsstofu á þeim hugmyndum sem fram komu í samkeppni um þjóðgarðsafurðir, sem fram fór í vor.

Þær afurðir sem fengu fyrstu, önnur og þriðju verðlaun verða til sýnis sem og aðrar innsendar tillögur.
Á sýningunni eru einnig verðlaunaafurðir frá hinum þátttökulöndum NEST (Northern Environment of Sustainable Tourism) verkefnisins, þ.e. Finnlandi, Svíþjóð og Skotlandi.

Sýningin opnar kl. 16 og verður í Skaftafellsstofu til 10. ágúst.

Sýningin er árangur hugmyndasamkeppni um þjóðgarðsafurð í ríki Vatnajökuls sem hleypt var af stokkum í janúar síðastliðnum. Hugmyndasamkeppnin var öllum opin, en háð skilyrðum um að afurðin tengdist svæðinu umhverfis Vatnajökul, væri gæðaframleiðsla og markaðsvæn.

Afurðin nær bæði til vöru og þjónustu. Alls 23 hugmyndir bárust í keppnina, hver annarri áhugaverðri. Fjöldi þátttakenda og gæði hugmyndanna sýnir óneitanlega þá sköpunargleði sem býr með þjóðinni.

Verðlaunaafhending fyrir þrjár bestu afurðirnar að mati dómnefndar fór fram samhliða opnun sýningarinnar á Geirlandi.

  • Bjargey Ingólfsdóttir fyrstu verðlaun, fyrir húfuna Jökulskalla
  • Jóna Björg Jónsdóttir önnur verðlaun fyrir hatt, trefil og grifflur úr ull og silki
  • Ari Þorsteinsson þriðju verðlaun fyrir Matur og menning, áll í ríki Vatnajökuls.

Allir hjartanlega velkomnir.
Skaftafellsþjóðgarður