Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Mynd: Jonas Kakaroto á Unsplash

Komin er út skýrsla með samantekt varnarefnamælinga í grænmeti, ávöxtum og fleiri matvælum árið 2005.

Árið 2005 voru rannsökuð 315 sýni. Sýnin skiptust þannig að tekin voru 290 sýni af ávöxtum og grænmeti, 10 sýni af sólþurrkuðum tómötum og 15 sýni af kornvörum.

Umhverfisstofnun hefur með höndum eftirlit með varnarefnum í ávöxtum og grænmeti, en Umhverfissvið Reykjavíkur tók sýnin samkvæmt sýnatökuáætlun Umhverfisstofnunar hjá innflytjendum og dreifingaraðilum en mælingar fóru fram á rannsóknastofu Umhverfisstofnunar.