Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Fyrsti fyrirlesturinn eftir áramót í fyrirlestraröð Ust verður þriðjudaginn 16. janúar kl. 17 á 5. hæð í húsnæði Umhverfisstofnunar að Suðurlandsbraut 24.

Fyrirlesari er Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir þjóðgarðsvörður í Jökulsárgljúfrum. Fyrirlesturinn fjallar um Náttúrutúlkun en það er óformleg fræðsla sem er notuð á útivistarsvæðum víða um heim. Á Íslandi hefur náttúrutúlkun m.a. verið notuð af landvörðum á friðlýstum svæðum og er hún kennd á landvarðanámskeiðum hjá Umhverfisstofnun. Með náttúrutúlkun er lögð áhersla á að auka skilning og jákvæða upplifun gesta á náttúrunni með framtíðarverndun hennar í huga.

Allt áhugafólk um náttúruvernd er hvatt til að mæta.

Heitt á könnunni.