Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Mynd: Helga Davíðs

Hinn heimsfrægi fjallavistfræðingur Jack Ives verður með fyrirlestur á Hótel Skaftafelli, Freysnesi, Öræfum, í kvöld þriðjudag 30.janúar kl. 20.

Þar mun hann fjalla um Himalayafjöll og Skaftafellsfjöll og mannlífið á báðum stöðum.

Fyrirlesturinn er sá fyrsti í röðinni af fræðslufyrirlestrum sem Skaftafellsþjóðgarður stendur fyrir á 40 ára afmælisári þjóðgarðsins.

Allir velkomnir.
Starfsfólk Skaftafellsþjóðgarðs