Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Umhverfisráðherra hefur ráðið Ellý Katrínu Guðmundsdóttur sem forstjóra Umhverfisstofnunar. Ellý Katrín lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1990 og meistaraprófi í umhverfis- og alþjóðarétti frá University of Wisconsin Law School árið 1997.

Hún starfaði áður hjá lagadeild Alþjóðabankans í Washington, DC, en tók við starfi forstöðumanns Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur þegar hún var stofnuð 1. janúar 2002 og gegndi því starfi þar til stjórnkerfisbreytingar voru gerðar hjá Reykjavíkurborg í ársbyrjun 2005. Þá tók hún við sem sviðsstýra Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar og gegnir hún því starfi í dag.

Ellý Katrín mun taka til starfa sem forstjóri Umhverfisstofnunar í lok mars.