Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

09. febrúar 2007 | 12:22

Örveruástand fiskafurða í smásölu

Eftirlitsverkefni Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga um örveruástand á fiskafurðum var framkvæmt frá september til loka október 2006.

Tekin voru 82 sýni. Niðurstöður verkefnisins sýndu að meira en helmingur þeirra (53 %) stóðust ekki viðmiðunarmörk um örverur í matvælum og neysluvatni. Í öllum tilvikum var um að ræða fisk sem hafði verið meðhöndlaður á einhvern hátt þ.e. flakaður, hakkaður eða settur í fars. Enginn munur var á örveruástandi fiskafurða sem boðnar eru til sölu í stórmarkaði eða í fiskverslunum. Sýnatökudreifing um landið var góð og val heilbrigðissvæðanna á sýnum einnig.

Árið 2003 var unnið svipað verkefni (Örveruástand sjávarafurða, september-október 2003) og þá stóðust 16% sýna ekki viðmiðunarmörkin.

Skýrslan: Örveruástand fiskafurða september – október 2006.