Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Innnes ehf. hóf 15. febrúar sl. innköllun á Peter Pan hnetusmjöri með framleiðslunúmeri sem hefst á 2111 og er á loki dósarinnar. Ástæða innköllunarinnar er sú að Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna telur að fylgni sé milli salmonellusýkinga í Bandaríkjunum og neyslu á þessu hnetusmjöri.

Hnetusmjörið fékkst í fjölda verslana hérlendis og fylgist Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga með því að varan sé ekki lengur í dreifingu. Neytendur sem eiga vöruna heima eru beðnir um að farga henni eða skila í viðkomandi verslun, þar sem hnetusmjörið var keypt.