Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Haldið verður námskeið fyrir veiðimenn hreindýra þar sem farið verður í undirbúning veiðiferðar, veiðisvæði kynnt, aðferð við veiðar, vistfræði, hornamælingar, bráðin og meðferð hennar.

Staður: Grand Hótel, Reykjavík

Tími: 4. mars 2007 kl. 15.30 - 18.00

Þátttökugjald: 4.000. kr.

Leiðbeinendur: Skarphéðinn G. Þórisson líffræðingur, Jóhann G. Gunnarsson starfsmaður veiðistjórnunarsviðs Umhverfisstofnunar, Reimar Ásgeirsson og Emil Björnsson leiðsögumenn með hreindýraveiðimönnum.

Skráning:        Hjá Þekkingarneti Austurlands www.tna.is og í síma: 471 2838

Námskeiðið er haldið í samstarfi veiðistjórnunarsviðs Umhverfisstofnunar, Félags leiðsögumanna með hreindýraveiðum og Þekkingarnets Austurlands.