Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Skýrsla Umhverfisstofnunar "Mælingar á koffíni í drykkjum á íslenskum markaði" sýnir að koffínmagn margra drykkja hefur aukist verulega frá 1999

Mældir voru 7 orkudrykkir, 10 almennir gosdrykkir, 2 kakódrykkir og 1 jurtadrykkur í árslok 2005. Þrír orkudrykkir innihéldu koffín yfir leyfilegum mörkum sem eru 150mg/l, en koffíninnihald annarra drykkja var innan leyfilegra marka. Mælingarnar voru gerðar á sama hátt og í koffínmælingum árið 1999. Þegar bornar eru saman mælingar á sömu drykkjum kemur í ljós að koffínmagn flestra hefur aukist verulega.

Ekki mælt með því að dagleg neysla barna á koffíni fari umfram 2,5 mg/kg líkamsþunga. Fyrir 10 ára gamalt barn sem er um það bil 32 kíló að þyngd, samsvarar það 80 mg af koffíni. Þetta magn er til dæmis í einu stykki af súkkulaðitertu (25 mg af koffíni) og hálfs lítra flösku af Pepsi (57 mg af koffíni).

Margvíslegar upplýsingar um koffín er að finna í skýrslunni.