Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Ellý K. Guðmundsdóttir tók til starfa í morgun og var vel fagnað af starfsmönnum með sérstaklega undirbúnu morgunkaffi. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra tók á móti Ellý ásamt Magnúsi Jóhannessyni ráðuneytisstjóra og bauð Ellý velkomna til starfa og kvaðst vænta góðs af starfi hennar í framtíðinni.

Ellý þakkaði ráðherra hlý orð og kvaðst sérlega ánægð með að vera komin til starfa en tilkynnt var um ráðningu hennar í janúar en hún stýrði áður sem kunnugt er Umhverfissviði Reykjavíkur.