Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Laugardaginn 2. júní n.k. flytur Páll Hersteinsson prófessor í spendýrafræði við Háskóla Íslands fyrirlestur um tófur í Skaftafellsstofu. Fyrirlesturinn nefnist Sérstaða íslenska tófustofnsins og hefst kl. 16.00.

Páll er líffræðingur og hefur lagt stund á rannsóknir á tófum um langa hríð. Hann hefur m.a. skrifað bókina Agga gagg sem segir frá doktorsrannsókn á tófunni norður á Ströndum.

Fyrirlesturinn er liður í afmælisdagskrá Skaftafellsþjóðgarðs, en 15. september verða liðin 40 ár frá stofnun hans.

Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis.