Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Nú fer í hönd tími garðaúðunar. Í því sambandi vill Umhverfisstofnun benda á nokkur atriði sem hafa ber í huga.

Með garðaúðun er átt við úðun trjáa og runnagróðurs gegn skordýrum.

Garðaúðun er gagnslaus sem fyrirbyggjandi aðgerð, það er að segja einungis á að úða garða eftir að skaðvaldarnir hafa klakist út úr eggjum og sjást með berum augum.

Þeim einum er heimilt að stunda úðun garða í atvinnuskyni sem hafa í gildi réttindaleyfi frá Umhverfisstofnun, og skulu þeir ávallt bera leyfisskírteini á sér við störf sín og framvísa persónuskilríkjum sé þess óskað. Einnig er starfsleyfi frá viðkomandi heilbrigðisnefnd skilyrði þess að stunda megi garðaúðun í atvinnuskyni.

Áður en úðunin hefst skulu settir upp varnaðarmiðar á áberandi stöðum þar sem fram koma upplýsingar m.a. um dagsetningu úðunar, efni sem notað var, hversu lengi garðurinn er lokaður allri umferð og upplýsingar um þann sem framkvæmir úðunina.

Sjá reglur um garðaúðun