Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur heldur fyrirlestur um uppgröftinn á Bæ á Fagurhólsmýri í Skaftafellsstofu miðvikudagskvöldið 20. júní kl. 20.30

Einnig mun Böðvar Þór Unnarsson fornleifafræðingur og kvikmyndagerðamaður sýna úr mynd í vinnslu um uppgröftinn á Bæ.

Árið 2004 var hafist handa við að grafa upp bæjarrústir á Fagurhólsmýri frá 14. öld, sem lengi hafði verið vitað um, en þær grófust undir þykku öskulagi í Öræfajökulsgosinu 1362.

Í ljós kom einn best varðveitti miðaldabær sem fundist hefur hér á landi. Unnið er að uppgreftrinum um þessar mundir.

Fyrirlesturinn og myndasýningin er liður í afmælisdagskrá Skaftafellsþjóðgarðs, en 15. september verða 40 ár liðin frá stofnun hans. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.