Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Að gefnu tilefni vill Umhverfisstofnun koma því á framfæri að opin brennsla úrgangs er óheimil skv. lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs.

Í lögum þessum er kveðið á um að allur úrgangur skuli færður til meðhöndlunar í söfnunar- eða móttökustöð, í samræmi við samþykkt viðkomandi sveitarfélags. Auk brunahættu sem alltaf stafar af opnum eldi geta myndast heilsuskaðleg efni eins og sót, PAH (fjölhringa kolefnissambönd) og jafnvel díoxín og fúran við hinn ófullkomna bruna sem opin brennsla er. Tilkynna ber um opna brennslu úrgangs til lögreglu, heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga eða Umhverfisstofnunar.

Jafnframt vill Umhverfisstofnun benda á að brennsla húsbúnaðar þar sem komið hafa upp vandamál vegna veggjalúsar er óþörf aðgerð þar sem mögulegt er að útrýma lúsinni með öðrum aðferðum.