Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Nýjustu mælingar á fjölda svifþörunga í sjósýnum úr Hvalfirði benda til hættu á eitrun í skelfiski og er fólk því varað við að tína krækling.

Ef magn eitraðra svifþörunga er yfir viðmiðunarmörkum er veruleg hætta á að kræklingur og annar skelfiskur sé óhæfur til neyslu. Heppilegasti tíminn til skelfisktínslu er því á veturna og vorin.

Umhverfisstofnun tekur vikulega sýni í Hvalfirði, sem er vinsæll kræklingatínslustaður meðal fólks á höfuðborgarsvæðinu, en Hafrannsóknastofnun rannsakar sýnin.