Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Strandganga, Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull.

Í sumar hófst ganga eftir endilangri strönd þjóðgarðsins með fróðu leiðsögufólki. Þrír áfangar verða gengnir í sumar og er áformað að klára ströndina næsta sumar.

2. áfangi
Hólavogur-Djúpalónssandur

Fimmtudaginn 26. júlí kl. 19

Leiðsögumaður verður Sæmundur Kristjánsson og verður leiðsögnin með áherslu á vermennsku og náttúru. Áætlað er að gangan taki um 3-4 klst. Mæting er við Hólavog kl. 19 og verður fólk ferjað til baka þangað frá Djúpalónssandi að göngu lokinni.