Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Mynd: Kristján Maack

Eftirlitsverkefni Umhverfisstofnunar (UST) og Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga (HES) sem fram fór í febrúar-apríl sl. sýnir að á mörgum líkamsræktarstöðvum fer fram framleiðsla og dreifing matvæla, en tryggja þarf betur að starfsemin uppfylli kröfur sem gerðar eru til slíkrar starfsemi.

Verkefnið náði til 39 líkamsræktarstöðva. Athugað var hvort framleiðsla og dreifing matvæla færi þar fram og hvort sú starfsemi uppfylli kröfur sem til hennar eru gerðar. Í ljós kom að á 23 stöðvum fór fram einhvers konar framleiðsla og/eða dreifing á matvælum þrátt fyrir að stöðvarnar hefðu ekki allar tilskilin leyfi heilbrigðiseftirlits.

Yfirleitt fólst dreifingin í sölu á innpökkuðum vörum en tilreiðsla matvæla fór jafnframt fram á nokkrum líkamsræktarstöðvum.