Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Sjálfboðaliðar og starfsfólk frá Umhverfisstofnun, SEEDS og AUS komu saman í Þjóðgarðinum Skaftafelli um helgina til þess að ræða saman og kynnast betur starfi hvers annars á sviði sjálfboðaliðaþjónustu.

Aðilar frá samtökunum ræddu ýmis mál tengd móttöku sjálfboðaliða, svo sem þróun sjálfboðaliðaþjónustunnar á Íslandi, frekari samvinna milli Umhverfisstofnunar, SEEDS og AUS, leiðir til þess að viðurkenna þátttöku í sjálfboðastarfi og möguleikar á útgáfu á efni tengdu sjálfboðavinnu.

Samtökin vilja með samstarfinu leggja áherslu á gæðamál sjálfboðaþjónustunnar og vilja vekja athygli á mikilvægi þess að þau samtök sem taka á móti sjálfboðaliðum vinni eftir ákveðnum grunnreglum og uppfylli þær kröfur sem settar eru. Með frekara upplýsinga- þekkingarmiðlun stefna samtökin á að auka gæði sjálfboðaliðaverkefna og almennri móttöku sjálfboðaliða á Íslandi.

Þátttakendur gengu um svæðið og fræddust um það starf sem sjálfboðaliðar Umhverfisstofnunar vinna að í Skaftafelli. Einnig lærðu þátttakendur um aðstæður þeirra sjálfboðaliða sem dvelja í Skaftafelli sem og þá uppbyggingu sem þar hefur átt sér stað á síðastliðnum árum.

Samtökin ákváðu í vor stilla saman strengi sína nýta sér þekkingu og kunnáttu hvers annars með þeim tilgangi að styrkja starfssvið hvers og eins. Þá komu saman um 50 manns á Farfuglaheimilinu í Laugardal á viðburði sem markaði upphaf samstarfs þessara aðila.