Stök frétt

Fyrir 20 árum síðan samþykkti alþjóðasamfélagið að vernda ósonlagið með því að minnka framleiðslu á ósoneyðandi efnum en með þynningu ósonlagsins eykst magn hættulegrar geislunar í sólarljósinu. Ósoneyðandi efni hafa verið notuð í margs konar tilgangi, t.d. sem kælimiðlar í ísskápum og frystiskipum og sem drifefni í úðabrúsum og slökkvitækjum. Á þeim 20 árum sem liðin eru frá undirrituninni hefur notkun ósoneyðandi efna minnkað um 95% og rannsóknir vísindamanna sýna að ósonlagið er að jafna sig. Samt sem áður er ennþá mikið verk óunnið og verulegrar aðgæslu er þörf í umgengni fólks við sólarljós vegna áhrifa útfjólublárrar geislunar á húð og líkama.

Montrealbókunin um verndun ósonlagsins var undirrituð 16. september 1987 í Montreal í Kanada og hefur þessi dagur verið valinn Dagur ósonlagsins. Montrealbókunin er talin vera árangursríkasti alþjóðasamningur sem gerður hefur verið á sviði umhverfismála og hafa nær öll ríki heims staðfest hana.

Komin er út bæklingurinn "Er framtíð ósonlagsins tryggð?", sem gefin er út af Norrænum vinnuhópi um verndun ósonlagsins í tilefni af 20 ára afmælinu.

Umhverfisráðuneytið og Umhverfisstofnun efna til málþingsins til þess að fagna 20 ára afmæli bókunarinnar og til að meta árangur sem af henni hefur hlotist og framtíðarhorfur hér á landi og í heiminum öllum.

Staðsetning: Hótel Loftleiðir 14. september 2007 frá kl. 9:00 til 12.

Fundarstjórn: Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu.

Aðgerðir og stefna, árangur og horfur

Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra. Aðgerðir stjórnvalda, stefnu, árangur og horfur vegna ósoneyðingar.

Sagan

Gunnlaug Einarsdóttir, Umhverfisstofnun. Eyðing ósonlagsins, Vínarsáttmálinn, Montrealbókunin og þróun reglna á Íslandi og í Evrópu.

Áhrif eyðingar ósonlagsins

Ellen Moony, húðlæknir. Áhrif eyðingar ósonlagsins á húð fólks.

Ársæll Arnarsson, augnlæknir. Áhrif eyðingar ósonlagsins á sjón.

Halldór Björnsson, veðurfræðingur. Tenging milli ósonlags og loftslagsbreytinga.

Sigrún Guðmundsdóttir, Umhverfisstofnun. Varnir gegn skaðlegri sólgeislun.

Notendur ósoneyðandi efna

Helgi Guðmundsson, Öryggismiðstöðinni.

Jóhannes Kristófersson, Optimar.

Pallborðsumræður

Sigurbjörg Sæmundsdóttir, umhverfisráðuneytinu.

Jón Hjaltalín Ólafsson, húðlæknir.

Bryndís Skúladóttir, Samtökum iðnaðarins.

Kjartan Ólafsson, varaformaður umhverfisnefndar Alþingis.

Álfheiður Ingadóttir, iðnaðarnefnd Alþingis.

Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, Landvernd.