Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Umhverfisstofnun og Sjóvá Forvarnahús hafa gert með sér samning um gerð skoðunarhandbókar fyrir leikvallatæki og leiksvæði.

Samningurinn felur í sér að Sjóvá Forvarnahúsið vinnur skoðunarhandbók fyrir Umhverfisstofnun sem gegnir því hlutverki að vera vinnulýsing fyrir framkvæmd árlegrar aðalskoðunar leiksvæða. Auk þess felst í samningnum að Sjóvá Forvarnahúsið sér um kynningu á notkun skoðunarhandbókarinnar í samvinnu við Umhverfisstofnun.

Áætlað er að vinnsla handbókarinnar hefjist þann 1. október og verði lokið eigi síðar en 14. mars 2008.

Undir samninginn skrifuðu Helgi Jensson fyrir hönd Umhverfisstofnunar og Fjóla Guðjónsdóttir fyrir hönd Sjóvá Forvarnahúss.