Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Mynd: Jóhann Óli Hilmarsson, 14. maí 2001

Fimmta Umhverfisþing umhverfisráðuneytisins fer fram í Reykjavík dagana 12. og 13. október næstkomandi. Þingið mun að þessu sinni fjalla um náttúruvernd og líffræðilega fjölbreytni. Það er opið öllum og einungis þarf að greiða fyrir hádegisverð. Hér er hægt að skrá sig á þingið.

Nú liggja fyrir drög að dagskrá Umhverfisþings. Sérstök athygli er vakin á því að Achim Steiner, framkvæmdastjóri Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNEP, mun flytja ávarp við þingsetninguna.