Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Urriði (Mynd: Eric Engbretson)

Umhverfisstofnun tók nýlega þátt í norrænu verkefni þar sem mælt var magn kvikasilfurs í urriða til að kanna áhrif umhverfis á upptöku þess í fiski. Sýni voru tekin af urriða í Elliðavatni, Mývatni, Stóra-Fossvatni og Þingvallavatni.

Magn kvikasilfurs sem mældist í fiski úr þessum vötnum var á bilinu 0,01 – 0,05 mg/kg sem er mjög lágt gildi. Undantekning var þó stórurriði úr Þingvallavatni en í honum mældist kvikasilfur á bilinu 0,2 – 0,9 mg/kg. Um er að ræða 60–90 cm langan fisk og um 4 til 7 kg að þyngd.