Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Karlmenn leggja meira til gróðurhúsaáhrifa en konur er niðurstaða sænskrar skýrslu sem unnin var á vegum sænska umhverfisráðuneytisins og hefur nú verið birt. Karlarnir eyða meira eldsneyti og borða meira kjöt en konur en hvorutveggja eykur magn gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum.

Þessi sænska rannsókn er hluti af stærra verkefni sem unnið er að á vegum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og birtir staðreyndir um þann mun sem er á neyslu karla og kvenna, með sérstaka áherslu á umferð og samgöngur, þar sem kynbundin neyslumynstur eru afar skýr.

Samkvæmt skýrslunni er það lítill hópur – um 10 prósent af öllum ökumönnum, aðallega karlar – sem standa fyrir 60% af öllum bílaakstri í Svíþjóð og leggja með því til sama hlutfall af útblæstri og umhverfisáhrifum af þeim sökum. Í skýrslunni kemur einnig fram að karlar standa fyrir 75% af öllum akstri í Svþíþóð ef reiknað er í kílómetrum á mann.