Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Sjötta norræna matvælaeftirlitsráðstefnan fer að þessu sinni fram í Lillehammer í Noregi dagana 26.-27. febrúar 2008.

Ráðstefnan sem hefur yfirskriftina “Hvar er veikasti hlekkur matvælakeðjunnar" er ætluð eftirlitsaðilum, en sú nýbreytni er tekin upp í þetta sinn að bjóða fulltrúum heildarsamtaka matvælafyrirtækja að sitja fyrri dag ráðstefnunnar.

Matvælaeftirlit Noregs (Mattilsynet) stendur fyrir ráðstefnunni en Umhverfisstofnun á fulltrúa í stýrihópi ráðstefnunnar.