Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Umhverfisstofnun vekur athygli rjúpnaveiðimanna á að allar skotveiðar eru bannaðar innan þjóðgarða.

Reglur um friðlýst svæði eru mismunandi og fara eftir markmiðum friðlýsingar, eðli svæðisins og samkomulagi við hagsmunaaðila. Íslendingar hafa friðlýst rösklega 80 svæði skv. lögum um náttúruvernd. Þessi svæði eru lýst þjóðgarðar, friðlönd, náttúruvætti eða fólkvangar.

Stofnunin hvetur rjúpnaveiðimenn til að kynna sér vandlega reglur um þjóðgarða og friðlýst svæði áður en haldið er til veiða.

Nánari upplýsingar er að finna hér á heimasíðu Umhverfisstofnunar og í prentaðri veiðidagbók sem allir handhafar veiðikorta fá senda árlega.