Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Nú er formlega lokið Átaki um hreint neysluvatn, sem Umhverfisstofnun stóð að í náinni samvinnu við heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga og fleiri aðila. Átakið hófst um áramótin 2001 og 2002, en hálfu ári áður gaf umhverfisráðuneytið út nýja reglugerð um neysluvatn sem varð aðalhvatinn að átakinu. Færa má rök fyrir því að framkvæmd átaksins hafi með beinum og óbeinum hætti aukið umræðu og vitund í þjóðfélaginu um mikilvægi hreins og öruggs neysluvatns. Eigendur vatnsveitna hafa ráðist í endurbætur eða slegið saman í gerð nýrra vatnsveitna og oftar hefur verið borað eftir vatni. Það að eiga og reka vatnsveitu krefst stöðugrar árvekni og því má segja að átakinu ljúki aldrei.

Átakið var styrkt af umhverfisráðuneytinu, Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði og Bændasamtökum Íslands.

Sjá skýrslu um átakið