Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Nú hefur komið í ljós að ekki var um berkla að ræða í hreindýrinu sem fellt var á svæði 7 á veiðitímabilinu nú í haust. Rannsókn er nýlokið á sýnum sem tekin voru og reyndist ekki um berkla að ræða heldur bakteríusýkingu í lifur sem olli verulegum breytingum á líffærinu.

Nánari upplýsingar um niðurstöðuna er hægt að fá hjá embætti Yfirdýralæknis og Hirti Magnasyni héraðsdýralækni á Egilsstöðum.