Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Frystiskipið Axel sigldi á sker rétt fyrir utan Hornafjörð um kl. 8 í morgun. Skipið er lestað frystri síld og um borð eru um 170 tonn af díselolíu. Einhver olía hefur lekið í sjóinn frá skipinu en ekki er þó talið að gat hafi komið á eldsneytistanka.

Skipið siglir nú fyrir eigin vélarafli og ekki sést lengur brák frá skipinu.

Fulltrúar heilbrigðiseftiirlits Austurlands munu skoða hvort olíumengun hafi borist á strendur. Jafnframt hefur bráðamengunarbúnaður á Reyðarfirði verið virkjaður og er hann til reiðu ef þörf er á. Umhverfisstofnun fylgist með aðgerðum.