Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

“Þetta var sannarlega mjög ánægjulegt og samstarfið við Ferðafélagið hefur ávallt verið mjög gott og árangursríkt,” segir Guðríður Þorvarðardóttir fagstjóri á Náttúruverndar- og útivistarsviði Umhverfisstofnunar en hún var í gær sæmd gullmerki Ferðafélags Íslands við hátíðlega athöfn.

Alls voru 26 einstaklingar sæmdir gullmerki FÍ fyrir störf fyrir félagið og var Guðríður sú eina þeirra sem ekki er félagi eða starfsmaður FÍ.

Guðríður hóf störf hjá Náttúruverndarráði árið 1989 sem síðar varð Náttúruvernd ríkisins og loks Umhverfisstofnun þegar hún var stofnuð árið 2003. Árið 1995 var Guðríður starfsmaður Scottisch Natural Heritage sem er systurstofnun Umhverfisstofnunar í Skotlandi.

Guðríður hefur í starfi sínu átt langt og farsælt samstarf við Ferðafélag Íslands og deildir þess en í umsögn FÍ með afhendingu gullmerkisins segir:”FÍ sæmir Guðríðí gullmerki félagsins fyrir áratuga farsælt samstarf við UST og velvilja í starfi sínu sem formaður Friðlandsnefndar að Fjallabaki.”