Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Mynd: Appolinary Kalashnikova á Unplash

Markmið Svía í vindorku er að árið 2020 verði framleiddar 30 terawattstundir af vindorku. Þetta er 20föld aukning frá því þeim 1.4 tws sem framleiddar eru í dag. Til að ná þessu markmiði þarf að fjölga vindhverflum úr 800 í allt að 6000 bæði á landi og á hafi úti. Með slíkri aukningu myndi Svíþjóð draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda við orkuframleiðslu.

Það er orkustofnun Svþjóðar sem setur þessi markmið fram í nýrri skýrslu sem kynnt var í vikunni. Þar kemur fram að ef mæta á markmiðum EES um hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa í orkuframleiðslu Evrópuríkja verða ríkin að leggja stóraukna áherslu á orkugjafa eins og vindorku. Evrópusambandið hefur sett fram þau viðmið að árið 2020 verði vindorka 20% af endurnýjanlegri orkuframleiðslu ríkja innan ES. Ef öll Evrópusambandsríkin tækju jafnan þátt í þessari áætlun þyrfti hvert ríki að framleiða 11-15tws af endurnýjanlegri orku árið 2020.