Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Umhverfisstofnun auglýsir námskeið í landvörslu sem haldið verður í húsnæði stofnunarinnar, Suðurlandsbraut 24, í febrúar og mars n.k. Þátttaka í námskeiðinu veitir landvarðaréttindi og forgang um landvörslustörf á vegum Umhverfisstofnunar. Námskeiðsgjald er kr. 65.000.-. Námskeiðið er háð því að viðunandi þátttaka fáist.

Umsóknum skal skilað bréflega til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24 eða í tölvupósti á netfangið ust@ust.is fyrir 1. febrúar 2008. Í umsókn komi fram nafn, kennitala, heimilisfang, sími og netfang. Skilyrði er að umsækjendur séu fæddir 1988 eða fyrr.

Aðallega er kennt um helgar og á kvöldin á virkum dögum og er lengd námskeiðsins í heild sinni 120 klst.

Sjá stundatöflu hér fyrir neðan:

Dagskrá landvarðanámskeiðs 2008 – Stundaskrá

 

Dags:

Efni og helstu aðferðir:

Lengd.

Tími.

1. lota    7-10 febrúar – 30 klst.

7. feb.

Kynning á námskeiði

1 klst.

17-18

7. feb.

Helstu störf landvarða. Fyrirlestrar, umræður og verkefni

4 klst.

18-22

8. feb.

Náttúruvernd, saga, hugmyndafræði. Friðlýsingar, flokkar, einstök svæði m. sérstakt gildi . Fyrirlestrar, umræður og verkefni.

5 klst.

17-22

9. feb.

Umhverfistúlkun, hugmyndafræði og grundvallaratriði. Fyrirlestrar og verkefni.

3 klst.

9-12

9. feb.

Menningarminjar. Gildi, verndun. Áhrifavaldar. einstakir þættir – greining sérstöðu og nýting við fræðslu.

6 klst.

13-19

10. feb.

Náttúrufræði. Grunnþættir, hugtök, gildi, verndun. Áhrifavaldar, þolmörk, aðferðir. Einstakir þættir – greining sérstöður og nýting við fræðslu. Fyrirlestur

3 klst.

9-12

10. feb.

Vettvangsferð í nágrenni Reykjavíkur. Kynning á aðstæðum, útivinna og verkefni. Frekari upplýsingar koma síðar.

6 klst.

12:30-18:30

 

2. lota    14-15 febrúar – 10 klst.

14. feb.

Mannleg samskipti, almennt um samskipti, sjálfsmynd, hindranir, framkoma, ímynd og fleira. Að taka á erfiðum málum. Fyrirlestrar, umræður og verkefni.

5 klst.

17-22

15. feb.

Gestir friðlýstra svæða. Ferðamennska, áhrifaþættir framtíðar, ástæða heimsókna á svæði, sýn gesta, þolmörk og viðhorf. Mismunandi hópar og þarfir gesta.

5 klst.

17-22

 

3. lota    20-24 febrúar – 40 klst.

20. feb.

Farið í Skaftafell

4 klst.

 

21. feb.

Þemaumhverfistúlkun

10 klst.

 

22. feb.

Umhverfistúlkun æfingar. Persónuleg í gönguferðum og gestastofu

10 klst.

 

23. feb.

Sama og 22. feb.

10 klst.

 

24. feb.

Lok umhverfistúlkunar í Skaftafelli og farið heim

6 klst.

 

 

 

 

 

4. lota    6-7 mars – 10 klst.

6. mars

Stjórnsýsla umhverfismála. UST, hlutverk og staða, verkefni og fleira. Vatnajökulsþjóðgarður, hlutverk, staða og verkefni. Þingvallanefnd, hlutverk, staða og verkefni. Sveitarfélög og aðrir sem koma að rekstri og umsjón. Lög og reglugerðir. Samstarfsaðilar erlendis. Alþjóðasamningar. Náttúruverndaráætlun og verndaráætlanir. Fyrirlestrar og umræður.

5 klst.

17-22

7. mars

Öryggismál. Hlutverk landvarða, boðleiðir, eigið öryggi, öryggi gesta, að þekkja svæðið sitt. Öryggisgreining og öryggisáætlun. Gerð öryggisáætlunar. Hálendisgæslan.  Fyrirlestrar, umræður og hópverkefni.

5 klst.

17-22

 

5. lota   13-16 mars – 30 klst.

13. mars

Fræðsla. Gerð náttúru- og sögustíga.

5 klst.

17-22

14. mars

Umhverfis- og hreinlætismál. Umhverfisstefna, umhverfisvottun, heilbrigðismál, lög og reglugerðir er lúta að heilbrigðismálum. Flokkun og meðhöndlun sorps, meðferð matvæla, umgengni við hættuleg efni ofl. Umgengni við rafmagn, rafgeyma ofl.  

5 klst.

17-22

15. mars

Göngustígagerð. Vettvangsferð

10 klst.

9-19

16. mars

Verndaráætlun, stefnumörkun. Hvað er og fyrir hverja? Hagsmunaaðilar. Samráð. Stjórntæki. Fyrirlestrar og vettvangsferð

10 klst.

9-17

16. mars

Lok námskeiðs

2 klst.

18-20