Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Höfundur myndar: www.unsplash.com

Veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunar auglýsir til sölu leyfi til hreindýraveiða á komandi veiðitíma, á tímabilinu 1. ágúst til 15. september 2008. Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar 2008.

Rafrænar umsóknir á skilavef veiðikorta og umsóknir í tölvupósti þurfa að berast fyrir kl. 24:00 og skriflegar umsóknir að hafa póststimpilinn 15.02.08. Ekki er tekið við umsóknum í síma. Lykilorð vegna skilavefs verða send til veiðikortahafa nú á næstu dögum og þau fyrstu nú um helgina 11.-13. janúar

Svæði Verðlagning veiðileyfa 2008 Kvóti 2008
Kýr Tarfar Kýr Tarfar
1 og 2 65.000 120.000 491 (5) 316 (94)
3 45.000 80.000 35 10
4 45.000 80.000 23 19
5 45.000 80.000 68 55
6   80.000 0 35
7 45.000 80.000 60 70
8 45.000 80.000 38 53
9 45.000 80.000 35 25
    Samtals  750 583 
    Alls dýr 1333 

Kálfar sem felldir eru með felldum kúm kosta á öllum svæðum kr. 20.000.