Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Stykkishólmsbær og Íslenska gámafélagið ehf. hafa skrifað undir samning um flokkun sorps og moltugerð í sveitarfélaginu.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, var viðstödd undirritun Stykkishólmsbæjar og Íslenska Gámafélagsins og leist henni mjög vel á átakið.

Stykkishólmsbær er fyrst allra sveitarfélaga að taka skrefið til fulls í flokkun sorps og hefja flokkun á sorpi og moltugera lífrænan úrgang frá öllum heimilum í bænum.

Þrjár tunnur verða settar við hvert hús þar sem íbúum er ætlað að flokka sitt sorps í endurvinnanlegan úrgang, lífrænan úrgang og annað sorp.

Markmið verkefnisins er að minnka umfang almenns sorps sem fer til urðunar að lágmarki um 60%. Sveitarfélagið sendir um 55 tonn af sopri á mánuði til urðunar í Fíflholt eða tæp 700 tonn á ári, sem er mikið magn. Í neyslusamfélagi er stöðug aukning af sorpi og við því þarf að bregðast. Ef markmið Stykkishólmsbæjar næst að endurnýta stóran hluta af sorpinu er hér um mjög athyglisvert verkefni að ræða og munu önnur sveitarfélög á landinum fylgjast með árangrinum.