Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur auglýst drög að starfsleyfi fyrir steinullarverksmiðju Steinullar hf. á Sauðárkróki. Verksmiðjunni verður heimilt að framleiða allt að 2500 kg á klukkustund af steinull og steinullarafurðum auk rekstrar verkstæða og annarrar þjónustu fyrir eigin starfsemi.

Hægt er að sækja tillögu að starfsleyfinu hér. Umsagnarfrestur um tillöguna er til 17. mars.

Tillagan liggur einnig frammi í Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 4, 550 Sauðárkróki.