Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Mynd: Robert Laursoo á Unsplash

Nýverið var sett reglugerð sem takmarkar markaðssetningu og notkun mýkingarolíu sem notuð er við framleiðslu hjólbarða. Reglugerðin tekur gildi 1. janúar 2010 og frá þeim degi verður óheimilt að flytja inn og selja mýkingarolíu með hátt PAH innihald og jafnframt verður óheimilt að nota slíka olíu við framleiðslu nýrra hjólbarða og við endursólun hjólbarða. Hjólbarða sem framleiddir eru eftir gildistöku reglugerðarinnar má ekki setja á markað nema þeir hafi verið framleiddir úr PAH snauðri mýkingarolíu. Mýkingarolía er blönduð saman við gúmmí til að veita því sveigjanleika og mótanleika.

Út er komin reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 236/1990 um flokkun, merkingu og meðferð eiturefna og hættulegra efna og vörutegunda sem innihalda slík efni. Breytingin felur í sér að breytingar verða á töflum sem notaðar eru við ákvörðun á hættuflokkun efnablandna, við bætast sérákvæði um merkingar og tilvísun í birtingu nýrra prófunaraðferða er bætt við.

Reglugerð nr. 1248/2007 um takmörkun á notkun fjölhringa arómatískra vetniskolefna í mýkingarolíu og hjólbörðum

Skýringar með reglugerð

Reglugerð nr. 1269/2007 um breytingu á reglugerð nr. 236/1990 um flokkun, merkingu og meðferð eiturefna og hættulegra efna og vörutegunda sem innihalda slík efni