Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Á vegum vinnuhópsins AMAP undir Norðurhheimskautsráðinu er komin út skýrsla um olíu og gas á norðurslóðum og hvaða áhrif hún getur haft á umhverfi og heilsu.

Í skýrslunni er fjallað um forsögu, stöðu og framtíð varðandi olíuvinnslu á norðurslóðum. Hvaða áhrif hefur olíuvinnsla á norðurslóðum haft á umhverfi og þjóðfélög og hvaða tillögur hafa komið fram um aðgerðir til þess að minnka neikvæð áhrif á umhverfi og þjóðfélög.

Hægt er að nálgast skýrslunu á heimasíðu AMAP (https://oga.amap.no/ - (Assessment of Oil and Gas Activities in the Arctic). Þessi skýrsla, sem er 57 bls að lengd, er skrifuð fyrir almenning og ráðamenn og byggir á mun stærri og ítarlegri vísindaskýrslu. Vísindaskýrslan er í prentvinnslu.