Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Mynd: Morgunblaðið

17:00 Ísbjörn óskast!
Það er stundum gaman að tilviljunum. Fyrirsögnin er tilvísun í leikrit Sigurbjargar Þrastardóttur sem frumsýnt var fyrir þremur árum, á 15. júní, sama dag og Skagabjörninn stígur á land. Fjallaði það um ísbjörn sem var að sækja um vinnu í dýragarði og ekki hvaða dýragarði sem var heldur dýragarðinum í Kaupmannahöfn.

18:00 Aðgerðir hefjast.
Nú er verið að læðast að ísbirninum og vonast er til að hægt verði að svæfa hann fljótlega. Dýralæknar eru á staðnum til að tryggja velferð dýrsins. Sagt verður frá gangi mála hér á vefnum fram eftir kvöldi, að minnsta kosti á klukkutíma fresti. Björninn verður síðan fluttur með varðskipi til Austur-Grænlands og vonandi sleppt.

18:45 Ísbjörninn aflífaður - sært kvendýr og horað
Ísbjörninn hefur verið aflífaður eftir að hann tók á rás til sjávar. Ekki tókst að komast nógu nálægt honum til að hægt væri að skjóta svefnlyfi í hann. Um var að ræða kvendýr sem líklegast var sært á báðum framfótum og horað og væntanlega ekki þolað svæfingu.

20:00 Dapur endir
Ísbjörninn á Skaga hlaut dapurleg örlög en allt var reynt til að koma honum til sinna heimkynna. Á tímabili voru menn mjög bjartsýnir á að allt myndi ganga upp en því miður varð niðurstaðan á ánnan veg. Hið jákvæða er að sú reynsla sem hefur safnast saman af komu þessara tveggja ísbjarna til landsins mun nýtast í framtíðinni við að móta viðbrögð og verklagsreglur vegna slíkra heimsókna. Umhverfisstofnun mun á næstu dögum fara yfir verklag og viðbrögð og fínslípa í samráði við hlutaðeigandi yfirvöld.